Heimsmeistararnir verja ekki titilinn

Hans Lindberg stóð fyrir sínu þegar danska landsliðið tryggði sér …
Hans Lindberg stóð fyrir sínu þegar danska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag. SCANPIX NORWAY

Heimsmeistarar Þjóðverja komast ekki í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir að þeir töpuðu fyrir Dönum, 27:25, í æsispennandi viðureign í Zadari í Króatíu. Danir eru þar með öruggir um sæti í undanúrslitum en keppnin um hitt sætið í undanúrslitum um milliriðli 2 stendur á milli Norðmanna og Pólverja sem mætast á eftir.

Leikur Dana og Þjóðverja var afar jafn. Í hálfleik var staðan, 14:14, og segja má að jafnt hafi verið á öllum tölum þar í blálokin að Danir voru beittari. Hafnfirðingurinn Hans Lindberg lék stórt hlutverk í danska liðinu, skoraði mikilvæg mörk og lék afar vel á lokakaflanum. Hann skoraði sex mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert