Fram í úrslit eftir framlengdan leik

Úr leik Fram og Hauka í kvöld.
Úr leik Fram og Hauka í kvöld. mbl.is/Ómar

Fram vann í kvöld tveggja marka sigur á Haukum, 34:32 eftir framlengdan leik í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Fram er því komið í úrslit og mætir þar annað hvort Stjörnunni eða Val.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 29:29. Í upphafi seinni hálfleiks venjulegs leiktíma höfðu Haukar 6 marka forystu, en með baráttu vann Fram sig aftur inn í leikinn og hafði að lokum sigur.

Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 11/6, Karen Knútsdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Hildur Knútsdóttir 3, Anett Köbli 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Marthe Sördal 1.

Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 15/2 (þar af 5 skot aftur til mótherja).

Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 15/4, Ramune Pekarskyte 8, Nína Kristín Björnsdóttir 4, Nína Arnfinnsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 3, Erna Þráinsdóttir 1.

Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 6 (þar af 3 skot aftur til mótherja), Bryndís Jónsdóttir 4 (þar af 1 skot aftur til mótherja).

Bein útsending

LEIK LOKIÐ. Fram fer með sigur af hólmi, 34:32 eftir framlengdan leik og er komið í úrslit.

10. - 33:32. Sunneva Einarsdóttir í marki Fram ver sitt annað víti í leiknum

9. - 33:32. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir kemur Fram yfir með marki úr hægra horninu.

8. - 32:32. Karen Knútsdóttir skorar fyrir Fram með undirhandarskoti og jafnar metin.

7. - 31:32. Stella Sigurðardóttir skorar úr víti fyrir Fram.

6. - 30:32. Gegnumbrot hjá Haukum og Ester Óskarsdóttir eykur muninn í tvö mörk fyrir Hauka.

5. - 30:31. Hanna Guðrún Stefánsdóttir fyrirliði Hauka fer fyrir sínu liði og kom þeim yfir áður en flautað var til hálfleiks í framlengingunni.

3. - 30:30. Sunneva Einarsdóttir, markvörður Fram varði víti frá Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur.

2. - 30:30. Stella Sigurðardóttir jafnar fyrir Fram með marki úr vítakasti.

2. - 29:30. Hanna Guðrún Stefánsdóttir kemur Haukum yfir.

VENJULEGUM LEIKTÍMA LOKIÐ. - 29:29. Guðrún Björk Hálfdánsdóttir jafnaði fyrir Fram þegar tæp hálf mínúta var eftir af leiknum. Haukum tókst ekki að skora og staðan því 29:29 og þarf að framlengja leikinn. Leikinn er 2x5 mínútur.

60. - 28:29. Ein mínúta og þrjár sekúndur eftir á leikklukkunni þegar Einar Jónsson, þjálfari Fram tekur leikhlé. Aðeins munar einu marki á liðunum.

58. - 28:28. Karen Knútsdóttir jafnaði leikinn fyrir Fram.

56. - 26:27. Marthe Sördal skorar fyrir Fram. Æsispennandi lokamínútur framundan.

52. - 25:27. Spennan í algleymingi. Glæsileg markvarsla hjá Heiðu Ingólfsdóttur í marki Hauka þegar hún varði skot úr hraðaupphlaupi Fram.

50. - 24:26. Haukar hafa yfir með tveimur mörkum. Mikið af sóknarfeilum hjá báðum liðum sést á síðustu mínútum.

47. - 24:25. Glæsilegt mark hjá Stellu Sigurðardóttur jafnaði leikinn fyrir Fram en Ester Óskarsdóttir kom Haukum yfir aftur.

46. - 23:24. Tvö mörk í röð frá Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur og Haukar komnir yfir aftur. Fljótt skipast veður í lofti hér í spennuleik.

42. - 23:22. Leikhlé Hauka virðist ekkert hafa haft að segja ennþá. Stella Sigurðardóttir kemur Fram yfir. Hvað gerðist eiginlega hjá Haukaliðinu. Aðeins 3 mörk verið skoruð á þeim bænum það sem af er síðari hálfleik.

41. - 22:22. Glæsilegur viðsnúningur hjá Fram og staðan orðin jöfn. Svona á að gera þetta. En geta heimakonur haldið haus út leikinn. Sjáum til. Leikurinn orðinn spennandi hér í Safamýri. Svona á þetta að vera!!

38. - 19:20. Nettengingin í Safamýri í bullinu. En Fram hefur skorað núna fimm mörk í röð og munar nú aðeins einu marki á liðunum. Erum við að fá leik hérna?

33. - 16:20. Karen Knútsdóttir skoraði fyrir Fram eftir gegnumbrot. Þetta er allt að koma hjá Fram.

32. - 15:20. Nína Arnfinnsdóttir skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks þegar hún jók muninn í sex mörk fyrir Hauka. Stella Sigurðardóttir skoraði svo fyrir Fram úr víti. Hefur Stella skorað fjögur mörk, öll úr vítum.

FYRRI HÁLFLEIK LOKIÐ. - 14:19. Eftir ágæta byrjun Fram þéttist vörnin stöðugt hjá Haukum og Safamýrarkonur hafa fáar góðar leiðir fundið í gegnum vörn Hauka. Munurinn í hálfleik því fimm mörk fyrir gestina úr Hafnarfirði. Ljóst að Fram þarf að laga leik sinn heilmikið í síðari hálfleik ætli það sér að klára dæmið í kvöld og komast í úrslit. Ramune Pekarskyte er markahæst Hauka í fyrri hálfleik með 8 mörk og Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 5 mörk. Hjá Fram er Ásta Birna Gunnarsdóttir markahæst með 4 mörk.

30. - 14:18. Nína Kristín Björnsdóttir skoraði fyrir Hauka og Ásta Birna Gunnarsdóttir svaraði fyrir Fram með sínu fjórða marki í kvöld.

29. - 13:17. Karen Knútsdóttir fann leið í gegnum vörn Hauka og minnkaði muninn aftur í fjögur mörk.

29. - 12:17. Nína Arnfinnsdóttir skoraði mark fyrir Hauka af línunni og eykur muninn í fimm mörk.

28. - 12:16.  Ásta Birna Gunnarsdóttir skoraði aftur fyrir Fram. Núna úr hraðaupphlaupi. Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka nýtir leikhlésrétt sinn við það tækifæri. Framarar þurfa þó að taka sig miklu frekar saman í andlitinu, ætli liðið sér sigur.

24. - 11:16. Nína Kristín Björnsdóttir skoraði fyrir Hauka en loksins kom mark frá Fram. Það gerði fyrirliðinn Ásta Birna Gunnarsdóttir með laglegu skoti fyrir utan.

23. - 10:15. Enn skora Haukar og enn skorar Ramune Pekarskyte. Hræðilegt að sjá leik Framkvenna

22. - 10:14. Hanna Guðrún Stefánsdóttir hamraði boltanum í stöng úr víti, náði þó frákastinu og skoraði.

22. - 10:13. Stella Sigurðardóttir með sitt þriðja mark úr víti fyrir Fram. Áhyggjuefni fyrir Fram að hún hefur enn ekki skorað mark fyrir utan.

21. - 9:13. Það gengur allt upp hjá Haukum. Hanna Guðrún Stefánsdóttir komst inn í sendingu hjá Fram, geystist í hraðaupphlaup og jók muninn í fjögur mörk fyrir Hauka.

21. - 9:12. Sjö mörk komin frá Ramune Pekarskyte og Hauka leika sterkan og þéttan varnarleik. Einar Jónsson þjálfara Fram lýst ekki á blikuna og tekur leikhlé.

20. - 9:11. Karen Knútsdóttir er nú sett til höfuðs Ramune Pekarskyte í 5-1 vörn Framara. Það virðist þó ekki duga, því Haukakonur stilla bara upp fyrir Pekarskyte sem er komin með 6 mörk.

17. - 9:10. Fram gengur illa að stöðva stórskyttuna Ramune Pekarskyte sem þegar hefur skorað 5 mörk.

15. - 9:9. Nína Kristín Björnsdóttir með mark úr horninu fyrir Hauka og staðan orðin jöfn að nýju.

14. - 9:8. Hanna Guðrún Stefánsdóttir minnkar muninn fyrir Hauka með marki úr víti.

14. - 9:7. Þrumuskot hjá Anett Köbli og mark. Framarar aukam uninn í tvö mörk.

12. - 8:7. Framarar svara jafn harðan með mörkum þegar liðið fær á sig mark þessar mínúturnar. Ramune Pekarskyte jafnaði fyrir Hauka og gerði sitt fjórða mark í leiknum, en Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði strax í næstu sókn fyrir Fram, nú úr horninu.

11. - 7:6. Ramune Pekarskyte jafnaði fyrir Hauka en Anett Köbli svaraði fyrir Fram með marki.

10. - 6:5. Tvö hraðaupphlaup í röð hjá Fram og þær Ásta Birna Gunnarsdóttir ogÞórey Rósa Stefánsdóttir hafa komið Fram yfir aftur.

9. - 4:5. Enn eitt markið sem kemur af línunni hjá Haukum. Nú varð það Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem skoraði og kom Haukum yfir í fyrsta sinn í leiknum.

7. - 4:4. Ramune Pekarskyte skoraði núna af línunni fyrir Hauka og heldur leiknum í járnum.

6. - 4:3. Annað mark Stellu Sigurðardóttur úr víti fyrir Fram og Safamýrarkonur komnar yfir aftur.

5. - 3:3. Ester Óskarsdóttir fékk línusendingu og skoraði fyrir Hauka og jafnaði.

4. - 3:2. Karen Knútsdóttir kom Fram yfir á nýjan leik en Hanna Guðrún Stefánsdóttir jafnaði úr víti fyrir Hauka. Stella Sigurðardóttir skoraði svo fyrir Fram úr víti og breytti stöðunni í 3:2.

3. - 1:1. Ramune Pekarskyte jafnaði fyrir Hauka með góðu skoti fyrir utan.

3. - 1:0. Fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á þriðju mínútu. Var þar að verki Hildur Knútsdóttir af línunni fyrir Fram.

0. Dómarar leiksins eru hinir reynslumiklu Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Þeir dæmdu í gær í Digranesinu og áttu þar virkilega góða frammistöðu. Vonandi að svo verði einnig í þessum leik í Safamýrinni í kvöld.

0. Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka var leikmaður Fram stærstan hluta ferils síns sem leikmaður og ætti því að þekkja flestar fjalir parketsins í Safamýrinni.

0. Haukar urðu deildarmeistarar þegar liðið endaði með 38 stig. Fram lauk keppni í deildinni með 21 stig í 4. sæti.

0. Haukar höfðu ekki tapað leik á Íslandsmótinu síðan í 1. umferð deildarinnar gegn Stjörnunni, þegar Haukar biðu lægri hlut fyrir Fram síðasta laugardag.

Stella Sigurðardóttir sækir að vörn Hauka.
Stella Sigurðardóttir sækir að vörn Hauka. mbl.is/JGK
Ramune Pekarskyte er lykilleikmaður í liði Hauka.
Ramune Pekarskyte er lykilleikmaður í liði Hauka. Morgunblaðið/Þorkell
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert