Ciudad Real í úrslit Meistaradeildarinnar

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl.is/Golli

Annað árið í röð verða það Ciudad Real frá Spáni og Kiel frá Þýskalandi sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Ciudad Real vann í kvöld sigur á Hamburg, 33:31 í síðari leik liðanna og gerði Ólafur Stefánsson 5 mörk fyrir Ciudad.

Samtals vann Ciudad viðureignir liðanna 63:60 og er komið í úrslit þar sem liðið mætir Kiel, en Ciudad hafði betur í rimmu liðanna í úrslitunum í fyrra þar sem Ólafur Stefánsson var manna bestur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert