Gummersbach sigraði í EHF-bikarnum

Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. mbl.is/Golli

Gummersbach, lið Róberts Gunnarssonar, sigraði í dag í EHF-bikarnum í handknattleik, lagði RK Gorenje 26:22 í síðari úrslitaleiknum.

Gummersbach sigraði einnig í fyrri leiknum sem var í Slóveníu, 29:28. Róbert gerði  þrjú mörk fyrir Gummersbach í leiknum í dag en markahæstir urðu þeir Vedran Zrnic og Momir Ilic með 7 mörk hvor um sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert