„Stefnum á sigur í Reykjavík“

Steinar Ege markvörðurinn snjalli hjá Norðmönnum.
Steinar Ege markvörðurinn snjalli hjá Norðmönnum. Reuters

Norska landsliðið í handknattleik kemur til Íslands í dag en það mætir því íslenska í Laugardalshöll á sunnudaginn í undankeppni Evrópumótsins. Norðmenn koma hingað til lands fullir sjálfstrausts eftir öruggan sigur á Makedóníumönnum, 36:30, á Stavangri á miðvikudag.

Noregur situr í efsta sæti 3. riðils ásamt Íslandi með 9 stig að loknum fimm leikjum. Makedónía og Eistland hafa 5 stig. Tvær efstu þjóðirnar komast á EM í Austurríki.

Norðmenn eru mjög ánægðir með leik landsliðsins gegn Makedóníu. Sigurinn var jafnvel öruggari en tölurnar gefa til kynna. Vörn norska liðsins var mjög sterk og að baki hennar stóð Steinar Ege markvörður sig afar vel. Hornamaðurinn Håvard Tvedten þótti eiga stórleik og skoraði 12 mörk, nokkur úr hraðaupphlaupum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert