Ísland vann riðilinn - Norðmenn töpuðu í Skopje

Alexander Petersson í leiknum gegn Makedóníu þar sem hann fór …
Alexander Petersson í leiknum gegn Makedóníu þar sem hann fór á kostum. mbl.is/hag

Íslendingar báru sigur úr býtum í 3. riðli í undankeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik þrátt fyrir jafnteflið gegn Eistum í dag. Norðmenn töpuðu fyrir Makedóníumönnum í Skopje kvöld, 30:29, en með sigri hefðu Norðmenn tryggt sér efsta sætið.

Ísland hlaut 13 stig í efsta sæti, Noregur 12, Makedónía 9, Eistland 6 og Belgía rak lestina án stiga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert