Stuttur en snarpur undirbúningur

Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Brynjar Gauti

„Það eiga allir að skila sér á æfingu á morgun (í dag) og ég hlakka bara mikið til. Það hafa engin forföll verið boðuð og það er ánægjulegt að Arnór Atlason kemur með í farteskinu frá Danmörku bikarmeistaratitil. Hann stóð sig frábærlega í úrslitaleiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson, við Morgunblaðið í gær en í dag hefst lokaundirbúningur landsliðsins í handknattleik fyrir Evrópumótið í Austurríki sem hefst 19. þessa mánaðar.

Guðmundur valdi fyrir áramótin 17 manna landsliðshóp en sextán leikmenn verða svo valdir til að spila á EM þar sem Íslendingar eru í riðli með Serbum, gestgjöfunum Austurríkismönnum og Evrópumeisturum Dana.

,,Þetta verður stuttur og snarpur undirbúningur. Við fáum góða æfingaleik til að undirbúa okkur eins og leiki á móti Þjóðverjum í Þýskalandi. Það eru engin alvarleg meiðsli í hópnum. Það eru menn eins og Þórir Ólafsson og Logi Geirsson sem eru að koma upp úr meiðslum og við verðum bara að sjá hver staðan er á þeim næstu dagana,“ sagði Guðmundur Þórður.

Landsliðið leikur fimm vináttuleiki áður en flautað verður til leiks í Austurríki. Liðið mætir Þjóðverjum í tveimur leikjum í Nürnberg um næstu helgi. Portúgalar leika í Laugardalshöll þann 13. janúar og lokaleikirnir fyrir EM verða gegn Spánverjum 16. janúar og gegn Frökkum eða Argentínumönnum þann 17. janúar. Sama dag heldur svo liðið til Linz þar sem riðill Íslands verður spilaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert