Bikardagur hjá Valsmönnum

Valur og Stjarnan mætast að Hlíðarenda í undanúrslitum bikarkeppninnar á …
Valur og Stjarnan mætast að Hlíðarenda í undanúrslitum bikarkeppninnar á sunnudag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Valur leikur tvo heimaleiki í undanúrslitaleik í Eimskipabikarkeppninni á heimavelli, Vodafonehöllinni, á sunnudag. Kvennaliðið mætir Stjörnunni klukkan 16 og tveimur stundum síðar tekur karlalið Vals á móti Gróttu. Á morgun klukkan 16 leiða Haukar og HK saman hesta sína í hinni viðureign undanúrslita bikarkeppni karla.

Handhafar aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á undanúrslitaleiki Vals og Stjörnunnar í kvennaflokki og Vals og Gróttu í karlaflokki í Eimskipsbikarnum á sunnudag verða að nálgast aðgöngumiða í milli kl. 11 og 13 í Vodafonehöllinni. Miðar verða eingöngu afhentir gegn framvísun skírteinis og skilríkja og verða ekki afhentir á öðrum tíma.

Miðarnir verða ekki afhentir á morgun á ofangreindum tímum eins og ranglega kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert