Haukar til Ítalíu - Valskonur til Slóvakíu

Haukar leika gegn Conversano.
Haukar leika gegn Conversano. mbl.is/Árni Sæberg

Dregið var í morgun í Evrópukeppnunum í handknattleik en leikirnir fara fram í september.

Íslandsmeistararnir í karlaflokki, Haukar mæta ítalska liðinu Conversano í 2. umferð EHF bikarsins. Þess má geta að Guðmundur Hrafnkelsson lék með ítalska liðinu í eina tíð.

Íslandsmeistararnir í kvennaflokki, Valur spila við Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í 1. umferð EHF bikarsins.

Karlalið HK fer til Rússlands og mætir Kaustik í 3. umferð Evrópukeppni bikarhafa.

Kvennalið Fram leikur gegn LC Brühl frá Sviss í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa.

Valskonur fara til Slóvakíu.
Valskonur fara til Slóvakíu. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert