Alexander til Löwen á næsta ári

Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Kristinn Ingvarsson

Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson mun yfirgefa þýska handknattleiksliðið Füchse Berlin á næsta ári og ganga til liðs við Rhein-Neckar Löwen. Frá þessu er greint á heimasíðu Rhein-Neckar Löwen í dag. Petersson mun klára samning sinn við Füchse Berlin og fer síðan til Löwen og mun samningur hans gilda til ársins 2015.

Alexander hefur farið á kostum með Berlínarliðinu en hann gekk í raðir liðsins frá Flensburg fyrir tímabilið og á stóran þátt í velgengni liðsins á tímabilinu en Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins.

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson er sem kunnugt er þjálfari Rhein-Neckar Löwen og með liðinu leika þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson.

,,Ég er mjög ánægður með að Alexander hafi ákveðið að koma til okkar. Hann er góður og fjölhæfur leikmaður. Hann er öflug skytta og frábær varnarmaður,“ segir Thorsten Storm framkvæmdastjóri Rhein-Neckar Löwen á vef félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert