Bjarni: Ég er brjálaður

„Við vorum bara lélegir, mjög lélegir,“ sagði Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari Akureyrar, við mbl.is eftir tap liðsins fyrir Stjörnunni í undanúrslitum Símabikarsins í handbolta í kvöld en Stjarnan leikur í 1. deild.

Bjarni átti sjálfur frábæran leik og skoraði tólf mörk en hann viðurkennir að vera mjög reiður út í sína menn.

„Ég er sótillur - brjálaður. Að láta gamla manninn draga sig í land hérna á annarri löppinni er fásinna.“

„Þetta eru ungir strákar sem ætla ná langt en þeir hafa ekki kjark til að mæta hérna og leggja sig fram að minnsta kosti. Það er ekki boðlegt,“ sagði Bjarni.

Allt viðtalið má sjá í myndbandinu hér að ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert