EM 2020 í þremur löndum

Mikil stemning var á EM karla í Danmörku í byrjun …
Mikil stemning var á EM karla í Danmörku í byrjun þessa árs. AFP

Handknattleikssambönd Noregs, Svíþjóðar og Austurríkis hyggjast  sækja um að halda sameiginlega um að halda Evrópumeistaramótið í handknattleik karla sem fram á að fara árið 2020.

Gera þau sér góðar vonir um að fallist verði á hugmyndina. Í ætlun er reiknað með að úrslitaleikurinn fari fram í Stokkhólmi.

Frá og með EM karla og kvenna 2020 taka 24 þjóðir þátt í lokakeppninni í stað 16 eins og verið hefur frá árinu 2002. 

Það kemur í ljós á fundi hjá Handknattleikssambandi Evrópu 19. og 20. september hvort menn þar á bæ falli fyrir hugmyndinni um sameiginlegt mótahald landanna þriggja.

Þá hafa Danir og Norðmenn áhuga á að halda sameiginlega EM kvenna árið 2020. Þjóðirnar sameinuðust um mótahaldið á EM kvenna fyrir fjórum árum og þótti takast vel til. Þá fór úrslitaleikurinn fram í Danmörku. Samkvæmt áætlun Dana og Norðmanna nú er gert ráð fyrir að úrslitaleikurinn verði í Noregi á EM 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert