Dagur kynntur sem þjálfari Þýskalands á þriðjudag

Dagur Sigurðsson hefur sannað sig sem einn besti þjálfarinn í …
Dagur Sigurðsson hefur sannað sig sem einn besti þjálfarinn í þýsku 1. deildinni. AFP

Dagur Sigurðsson verður næsti þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik og tilkynnt verður um ráðningu hans næstkomandi þriðjudag samkvæmt fréttum þýskra miðla í dag.

Dagur er núverandi þjálfari bikarmeistara Füchse Berlín en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar og hann myndi því í kjölfarið geta einbeitt sér alfarið að því að stýra þýska landsliðinu.

Næsta stóra verkefni Þýskalands er HM í Katar í janúar sem liðið komst á eftir að IHF ákvað að meina Ástralíu þátttöku og breyta mótareglum sem varð til þess að Þýskaland hlaut forgang fram yfir Ísland eins og frægt er orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert