Storm hættur hjá RNL

Handbolti.
Handbolti. Eva Björk Ægisdóttir

Þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen, sem Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson leika með, hefur leyst framkvæmdastjóra sinn, Thorsten Storm, frá störfum frá og með næstu mánaðarmótum. Storm skrifaði í sumar undir samkomulag við þýska meistaraliðið Kiel um að taka við starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu á næsta sumri.

Sú ráðning kom talsvert á óvart, ekki síst að hún væri ákveðin með eins árs fyrirvara. Forráðamenn RNL voru einhuga um að leysa Storm undan samningi nú við upphaf leiktíðar og ráða Lars Lamadé í hans stað. Lamadé mætir til vinnu eftir viku. 

Óvíst er hvort þetta þýði að Storm komi fyrr til starfa hjá Kiel en áætlað var. Storm hafði verið framkvæmdastjóri RNL í sjö ár.  Þar áður var hann í svipuðu starfi hjá Flensburg en á tíunda áratug síðustu aldar starfaði Storm um skeið hjá Kiel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert