Jenný til liðs við Fylki

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður lagði keppnisskóna á hilluna í vor. …
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður lagði keppnisskóna á hilluna í vor. Hún hefur tekið að sér þjálfun markvarða hjá Fylki og mun þannig miðla af viðamikilli reynslu sinni. mbl.is/Golli

Handknattleiksdeild Fylkis hefur samið við Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, um að taka að sér markmannsþjálfun hjá félaginu.  Jenný mun þjálfa markmenn í yngri flokkum félagsins sem og markmenn meistaraflokks kvenna. Jafnframt mun Jenný koma að stefnumótun félagsins hvað varðar markmannsþjálfun.

Guðnýju Jennýju þarf vart að kynna fyrir handknattleiksunnendum en hún hefur varið mark Vals undanfarin ár sem og verið aðalmarkmaður A-landsliðs kvenna.  Með Val  varð Jenný Íslandsmeistari 2010, 2011,2012 og 2014 og jafnframt varð hún bikarmeistari 2012,2013 og 2014.

Guðný Jenný á að baki 48 leiki fyrir A-landslið kvenna og skoraði í þeim 1 mark en hún tók þátt í tveimur stórmótum með landsliðinu, HM 2011 í Brasilíu og EM 2012 í Serbíu.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvarðaþjálfari Fylkis.
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvarðaþjálfari Fylkis. Ljósmynd/Fylkir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert