Góð ferð FH-inga norður

Ragnar Jóhannsson reynir að komast framhjá varnarmanni Akureyrar.
Ragnar Jóhannsson reynir að komast framhjá varnarmanni Akureyrar. mbl.is/Golli

FH-ingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í kvöld og unnu þægilegan sigur á andlega fjarverandi liði Akureyringa, 27:20. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku FH-ingar öll völd á vellinum og leikur heimamanna hreinlega hrundi. Gestirnir höfðu þægilegt forskot í hálfleik, 14:8.        

Vörn Akureyringa var spiluð sundur og saman á löngum köflum en það var sóknarleikur liðsins sem brást algjörlega. Liðið virðist vera skyttulaust og auðveldar það mjög varnarleik andstæðinganna.

Í síðari hálfleik fóru Akureyringar að spila vörn en FH skoraði þó sín mörk. Ávallt þegar heimamenn fengu séns á að saxa á forskotið þá klúðruðu þeir því með mistökum í sókninni og lélegum skotum.

Á endanum var sigur FH-inga fyllilega sanngjarn, öruggur og nokkuð átakalítill. Liðið er sem stendur í öðru sæti Olísdeildarinnar með níu stig en Akureyringar sleikja sárin með sín sex.

Fylgst var með gangi mála í leiknum hér á mbl.is. Tölfræði leiksins er hér fyrir neðan. Síðar í kvöld birtast á mbl.is viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna. 

Akureyri 20:27 FH opna loka
60. mín. Halldór Ingi Jónasson (FH) skýtur framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert