Vinnuframlagið var gott

Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Menn ætluðu sér mikið í leiknum og tókst að sýna að þeir stóðu undir þeim væntingum,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, eftir sigurinn á Ísraelsmönnum, 36:19, í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi.

„Vinnuframlagið var gott og menn léku af fullum krafti í 60 mínútur og það er gott að byrja nýja undankeppni á mjög sannfærandi hátt og með afar góðum sigri þar sem allir lögðu sig fram um að gera sitt besta,“ sagði Aron ennfremur og undirstrikaði að það hafi verið enn betra.

„Okkar bíður afar erfiður og öðruvísi leikur í Svartfjallalandi á sunnudaginn. Með það í huga var mikill léttir að sjá hversu vel menn brugðust við í þessum leik og voru tilbúnir allir sem einn að leggja á sig mikla vinnu til þess að vinna á sannfærandi hátt fyrir framan okkar stuðningsmenn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert