Verður Björgvin leynivopnið?

Björgvin Hólmgeirsson er markahæstur í Olís-deildinni.
Björgvin Hólmgeirsson er markahæstur í Olís-deildinni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Þetta er taktísk breyting tekin með hliðsjón af þeirri staðreynd að Svartfellingar leika öðruvísi handbolta en Ísraelsmenn,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem í gær gerði þrjár breytingar á landsliðshópnum sem mætir Svartfjallalandi í undankeppni EM á sunnudag frá leiknum við Ísrael í fyrrakvöld.

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Þór Hólmgeirsson og Kári Kristján Kristjánsson koma inn í hópinn í stað Arnórs Þórs Gunnarssonar, Ernis Hrafns Arnarsonar og Gunnars Steins Jónssonar.

„Kári hefur oft nýst okkur vel á línunni gegn stærri og líkamlega sterkari leikmönnum eins og Svartfellingum. Þar af leiðandi valdi ég hann og kýs að fara með tvo línumenn út en Róbert Gunnarsson var eini línumaðurinn í leiknum gegn Ísrael. Björgvin gæti komið Svartfellingum í opna skjöldu með skot- og sprengikrafti sínum,“ sagði Aron sem hefur farið vel yfir leik Svartfellinga og Serba í fyrrakvöld en nánar er rætt við Aron á baksíðu íþróttablaðsins.

Íslenska landsliðið heldur út eftir hádegið í dag. Það gistir í Kaupmannahöfn í nótt og flýgur árdegis á laugardag til Svartfjallalands. iben@mbl.is

Nánar er fjallað um leikinn gegn Svartfjallalandi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert