Öllum HM-bakdyrum læst?

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. AFP

„Vonirnar um að komast á HM hafa alla vega minnkað mikið við þetta. Það voru góðar líkur á að við fengjum annað sætið,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, við Morgunblaðið í gær eftir að ljóst varð að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu óskað eftir því að fá að taka þátt á HM í handbolta í Katar í janúar.

Þjóðirnar höfðu áður dregið sig úr keppni vegna pólitískra deilna og þar með opnaðist betri möguleiki á að Ísland kæmist á mótið, sem nú virðist úr sögunni.

Guðmundur reiknar fastlega með því að framkvæmdastjórn IHF, alþjóðahandknattleikssambandsins, taki vel í ósk Barein og SAF og veiti þjóðunum þátttökurétt að nýju á fundi sínum á föstudaginn:

„Þetta snerist bara um pólitík og handboltasamböndin voru eflaust þvinguð til að draga sig úr keppni. Ég held að IHF geri ekki meira mál úr þessu og gefi þjóðunum sæti sitt að nýju,“ sagði Guðmundur.

Sjá allt viðtalið við Guðmund í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert