Litlar framfarir hjá Þorgerði

Þorgerður Anna Atladóttir.
Þorgerður Anna Atladóttir. mbl.is/Golli

„Það er því miður lítið að frétta af Þorgerði. Hún er í sinni endurhæfingu. Vonir standa til að hún geti byrjað að leika í febrúar en hvort af því verður er alltof snemmt að segja til um,“ sagði Atli Hilmarsson, faðir Þorgerðar Önnu, landsliðskonu í handknattleik og leikmanns þýska stórliðsins Leipzig.

Þorgerður Anna hefur lengi strítt við meiðsli í annarri öxlinni. Hún gat af þeim sökum lítið leikið með Flint-Tönsberg í Noregi á síðustu leiktíð auk þess sem meiðslin settu strik í reikning hennar síðasta keppnistímabilið sem hún lék með Val áður en hún hélt til Noregs.

Vonir stóðu til að Þorgerður hefði náð bata í sumar þegar hún gerði samning við Leipzig. Annað kom fljótlega á daginn. „Tíminn verður að skera úr um hvenær Þorgerður Anna kemst á skrið aftur,“ sagði Atli í gær.

Leipzig er í toppbaráttu í Þýskalandi og spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert