Valur í úrslit eftir dramatík

Marija Gedroit leikmaður Hauka brýst hér fram hjá Valskonunum Alönu …
Marija Gedroit leikmaður Hauka brýst hér fram hjá Valskonunum Alönu Steinarsdóttur og Sigurlaugu Rúnarsdóttur í leiknum í dag. Kristinn Ingvarsson

Valskonur leika til úrslita í Coca Cola-bikarnum í handknattleik og geta landað bikarnum fjórða árið í röð, eftir að þær unnu Hauka í miklum spennuleik, 22:20.

Valur byrjaði leikinn mun betur og komst í 5:0 áður en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark eftir tæplega 10 mínútna leik. Haukakonur komu sér hins vegar fljótt inn í leikinn eftir það og var staðan 11:9 í hálfleik.

Valur hafði frumkvæðið áfram í seinni hálfleiknum en Haukar gáfust aldrei upp og með Sólveigu Ásmundsdóttur í miklum ham í markinu tókst þeim að jafna metin í 20:20 þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Morgan Marie McDonald kom Val yfir á nýjan leik með sínu fyrsta marki í næstu sókn, þegar 50 sekúndur lifðu leiks, og Haukar misstu svo boltann. Reynsluboltinn Sigurlaug Rúnarsdóttir gerði svo út um leikinn í lokin. 

Rétt eins og þegar Valur sló Hauka út í undanúrslitunum í fyrra var Kristín Guðmundsdóttir afar áberandi í dag en hún skoraði 11 mörk. Marija Gedroit var markahæst Hauka með 7 mörk.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Valskonan Sigurlaug Rúnarsdóttir kastar boltanum frá sér í leiknum dag.
Valskonan Sigurlaug Rúnarsdóttir kastar boltanum frá sér í leiknum dag. Kristinn Ingvarsson
Valur 22:20 Haukar opna loka
60. mín. Morgan Marie McDonald (Valur) skoraði mark 50 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert