Toppliðið hélt sínu striki í Austurbergi

ÍR-ingurinn Ingvar Heiðmann Birgisson stöðvar hér Ómar Inga Magnússon, Val …
ÍR-ingurinn Ingvar Heiðmann Birgisson stöðvar hér Ómar Inga Magnússon, Val í kvöld. Mynd/Eva Björk

ÍR og Valur mættust í Olís-deild karla í Austurbergi klukkan 19.30. Valur hafði betur 25:20 en Valsmenn náðu forystunni strax í upphafi leiks og létu hana ekki af hendi. Fylgst var með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Valsmenn héldu marki sínu hreinu fyrstu 10 mínútur leiksins og komust í 7:1. Raunar hefði Valur getað byggt upp enn meira forskot í fyrri hálfleik ef ekki hefði verið fyrir ágætan leik Árnórs Freys í marki ÍR. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 13:8 fyrir Val. ÍR-ingar náðu aldrei almennilegu áhlaupi í síðari hálfleik fyrr en nokkrar mínútur voru eftir og tíminn var of naumur til að hleypa verulegri spennu í leikinn. 

ÍR lék án Björgvins Hólmgeirssonar sem er enn meiddur og liðið saknaði hans í sóknarleiknum sem var slakur. Valsmenn tefldu nú fram öllum nema Guðmundi Hólmari  og varnarleikur liðsins var öflugur. Stephen Nielsen varði 22 skot í marki Vals og Kári Kristján var markahæstur með 6 mörk en Bjarni Fritzs gerði einnig 6 fyrir ÍR. 

ÍR 20:25 Valur opna loka
60. mín. Valur tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert