Íslandsmeistararnir úr leik

Elvar Ásgeirsson skorar fyrir Aftureldingu í leiknum í kvöld án …
Elvar Ásgeirsson skorar fyrir Aftureldingu í leiknum í kvöld án þess að Magnús Stefánsson nái að stöðva hann. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslands- og bikarmeistarar ÍBV eru úr leik í Íslandsmótinu eftir að hafa tapað fyrir Aftureldingu í Vestmannaeyjum 21:22 í seinni viðureign liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitillinn í kvöld. Afturelding vann einnig fyrri leik liðanna, þá  eftir framlenginu í Mosfellsbæ.

Markahæstir í liði ÍBV var Andri Heimir Friðriksson en hann skoraði 6 mörk. Hjá Aftureldingu var það Örn Ingi Bjarkason sem var markahæstur en hann skoraði 4 mörk í leiknum.

Eyjamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust meðal annars í 5:0 eftir 10 mínútna leik. En Afturelding sótti í sig veðrið þegar líða fór á hálfleikinn og munaði einungis einu marki í hálfleik, 11:10 fyrir ÍBV.

Afturelding komst svo í fyrsta skipti yfir í leiknum á 40. mínútu og lét þá forustu aldrei af hendi og vann eins og fyrr segir, 22:21.

ÍBV 21:22 Afturelding opna loka
60. mín. Leik lokið Afturelding slær út ÍBV!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert