Árni hjá Aue til 2017

Árni Þór Sigtryggsson í búningi Aue.
Árni Þór Sigtryggsson í búningi Aue. Ljósmynd/ehv-aue.org

Handknattleiksmaðurinn Árni Þór Sigtryggsson verður áfram í herbúðum þýska 2. deildarfélagsins Aue fram til ársins 2017 en hann hefur skrifað undir samning þess efnis.

Þetta tilkynnti Árni á Twitter-síðu sinni í dag. Hann kom til Aue sumarið 2013 eftir að hafa verið hjá TSG Ludwigshafen-Friesenheim. Þar áður var hann hjá Bittenfeld og Dormagen.

Hjá Aue leikur Árni undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Aue er í 8. sæti af 20 liðum í 2. deildinni með 42 stig eftir 36 leiki af 38.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert