Atli Ævar semur við Sävehof til tveggja ára

Atli Ævar Ingólfsson fer til Sävehof í sumar.
Atli Ævar Ingólfsson fer til Sävehof í sumar. mbl.s/Ómar

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson hefur náð samkomulagi í öllum meginatriðum við sænska liðið Sävehof og mun skrifa undir tveggja ára samning við félagið í dag eða á morgun.

„Þetta er nánast í höfn og það má segja að ég eigi bara eftir að kvitta undir pappírana. Ég lít á þetta sem mjög spennandi kost. Sävehof er stórveldi sem vann titilinn þrjú ár í röð frá 2010 til 2012 en leiðin hefur legið aðeins niður á við síðustu árin og á nýafstöðnu tímabili komst það ekki í úrslitakeppnina. Nú ætla menn að spýta í lófana og ætlunin er að rífa liðið upp. Þetta er frábær klúbbur og aðstaðan hjá honum er alveg fyrsta flokks,“ sagði línumaðurinn sterki við Morgunblaðið í gærkvöld.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert