Lærisveinar Arons danskir meistarar

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins og KIF Kolding.
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins og KIF Kolding. mbl.is/Golli

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í KIF Kolding tryggðu sér danska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld með 21:20 tapi gegn Skjern.

Kolding vann hins vegar fyrri leikinn með sex mörkum, 30:24, og stóð því uppi sem sigurvegari en staðan í hálfleik var 10:7 fyrir Kolding . Því höfðu gestirnir frá Skjern 30 mínútur til þess að vinna upp níu marka forskot sem var einfaldlega of mikið.

Kolding hafði yfirhöndina í síðari hálfleik og segja má að bikarinn hafi aldrei nálgast Skjern sem náði þó góðum fjögurra marka kafla á síðustu 10 mínútunum sem tryggði liðinu eins marks sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert