Þriðjungur miða þegar seldur

Gríðarlegur áhugi er fyrir úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla.
Gríðarlegur áhugi er fyrir úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. AFP

Gríðarlegur áhugi er fyrir aðgöngumiðum á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu á næsta ári. Um hádegið í dag hafði þegar verið seldir um 6.000 aðgöngumiðar á leikina fjóra sem fram fara á næsta ári 28. og 29. maí 2016. Miðasalan verður opin fram á kvöld í Lanxess-Arena í Köln þar sem keppnin fer að vanda fram.

Allir þessir miðar hafa verið seldir á staðnum þar sem ekki verður opnað fyrir almenna miðasölu á netinu fyrr en á morgun. 

Eftirsókn eftir miðum í ár er sögð vera meiri en í fyrra en þá seldur fyrirfram um 7.000 miðar á laugardag og sunnudag. Áhuginn fyrir keppninni vex með hverju ári sem líður.

Alls fara verða 17.750 miðar seldur í almennri sölu. Þeir seldust upp í nóvember á síðasta ári. Eftir helgina verða þeir miðar sem eftir eru settir í nokkrum hlutum til sölu á miðasöluvef Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Tvö þúsund miðar til viðbótar verða geymdir þar til ljóst verður hvaða fjögur liða leika til úrslita á næsta ári. Þá verður miðunum 2.000 skipt jafnt niður á liðin fjögur til þess að selja sínum hörðust stuðningsmönnum.

EHF fullyrðir að það hafi fengið yfir 100.000 óskir um miða á úrslitahelgina þetta árið en íþróttahöllin í Köln þar sem leikið er rúmar 19.750 áhorfendur í sæti með VIP miðum sem seldir eru í sérstakar stúkur í höllinni á afar háu verði.

Ódýrustu miðarnir kosta 65 evrur, fyrir fjóra leiki, rétt tæplega 10.000 krónur og upp í 265 evrur á dýrasta stað en boðið er upp á fjóra verðflokka. Aðrir verðflokkar er 135 og 195 evrur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert