Lékum geggjaðan leik í 60 mínútur

„Þetta var frábært. Okkur tókst að leika geggjaðan leik í sextíu mínútur eins og stefnt var að," sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, en hann  átti stórleik og var með um 50% markvörslu í sigurleiknum á Svartfellingum í Laugardalshöll í dag, 34:22.

Þar með tryggði íslenska landsliðið sér sæti í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem haldið verður í Póllandi í janúar á næsta ári. 

„Það þarf að leika af krafti gegn Svartfellingum sem hafa á að skipa miklum trukkum. En þegar við leikum svo og erum með áhorfendur á bak við okkur þá erum við illviðráðanlegir," sagði Björgvin Páll.

Nánar er rætt við Björgvin Pál á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert