Árni Steinn til SönderjyskE

Árni Steinn Steinþórsson gleðst á góðri stund með Haukaliðinu.
Árni Steinn Steinþórsson gleðst á góðri stund með Haukaliðinu. Eggert Jóhannesson

Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka í Olís-deild karla í handbolta, er formlega genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins SönderjyskE. Árni Steinn gerir tveggja ára samning við danska félagið. Árni varð Íslandsmeistari með Haukum í ár, en hann hefur farið í úrslitaeinvígið með Haukum í þrjú ár í röð. 

Árni varð Íslandsmeistari með Haukum í ár, en hann hefur farið í úrslitaeinvígið með Haukum í þrjú ár í röð.  

Þetta er í fyrsta skipti sem Árni reynir fyrir sér í atvinnumennsku en hann er alinn upp á Selfossi. 

„Ég er mjög spenntur og þetta er félag sem mætir mínum metnaði. Það er spennandi að spila fyrir Morten Henriksen og með svona góðum leikmönnum. Ég vona að ég geti átt góð ár með liðinu,“ segir Árni Steinn á heimasíðu SönderjyskE.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert