Tólf mörk og naumt tap

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 8 mörk gegn Toulouse.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 8 mörk gegn Toulouse. mbl.is/Golli

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson máttu sætta sig við eins marks tap, 34:33, á heimavelli með liðinu sínu, Nimes, gegn Toulouse í franska deildabikarnum í handknattleik í gærkvöldi. Nimes var marki yfir í hálfleik, 18:17, og náði um tíma fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik en náði alls ekki sama dampi í leik sínum allt til leiksloka.

Ásgeir og Snorri voru í stórum hlutverkum hjá Nimes. Ásgeir skoraði átta mörk úr 12 skotum og var markahæsti leikmaður liðsins. Snorri Steinn gerði fjögur mörk úr níu skotum, þar af brást honum bogalistin í eina vítakastinu sem hann tók í leiknum.

Snorri Steinn gekk til liðs við félagið í sumar eftir eins árs veru hjá Sélestat. Ásgeir Örn á hinsvegar eftir nærri tvö ár af samningi sínum við Nimes sem er í suðurhluta Frakklands. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert