Góður Gróttusigur í Eyjum

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, og Guðni Kristinsson, Gróttu, eigast við.
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, og Guðni Kristinsson, Gróttu, eigast við. mbl.is/Styrmir Kári

Eyjamenn tóku á móti Gróttu í 13. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með þægilægum fimm marka sigri Gróttu, 31:26.

Gróttumenn byrjuðu betur og komust í 7:4 og markmenn beggja liða vörðu vel. Lítið var um góðar varnir hjá liðunum í fyrri hálfleik og voru hálfleikstölur 16:16.

Í seinni hálfleik mættu Gróttumenn mikið sterkari til leiks og náðu góðu forskoti sem að þeir héldu út leikinn.

Viggó Kristjánsson fór á kostum og var markahæstur Gróttu með 11 mörk og þá var Lárus Helgi Ólafsson með 14 varin skot. Sóknarleikur Eyjamanna var ekki góður og skotnýtingin enn verri.

Markahæstu leikmenn ÍBV voru Einar Sverrisson með 7 mörk og Kári Kristján Kristjánsson með 6. 

ÍBV 26:30 Grótta opna loka
60. mín. Stephen Nielsen (ÍBV) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert