Vonbrigði að fá ekki stig

„Það er erfitt að sætta sig við að fá ekki að minnsta kosti eitt stig,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu eftir að lið hans tapaði naumlega fyrir Val, 25:24, á heimavelli í dag í Olís-deild karla í handknattleik.

„Þrátt fyrir tapið er ég ánægður með margt í þessum leik,“ sagði Gunnar. „Mér leikurinn ágætlega leikinn af beggja hálfu. En við fórum á stundum illa að ráði okkar, til dæmis í stöðunni manni fleiri,“ sagði Gunnar sem segir að mikil framfaramerki  séu á sínu liði. Allt annað hafi til dæmis verið að sjá leik liðsins nú á móti viðureigninni á heimavelli Vals í haust.

„Við fórum illa að ráði okkar undir lokin þegar markvörður Valsmanna hrökk í gang,“ sagði Gunnar.

Nánar er rætt við Gunnar Andrésson á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert