Best í 13. umferð: „Næsta skrefið að fara út“

Andstæðingar Fylkis þurfa að hafa góðar gætur á Theu Imani …
Andstæðingar Fylkis þurfa að hafa góðar gætur á Theu Imani Sturludóttur. mbl.is/Styrmir Kári

„Hún er ótrúlega efnilegur leikmaður og einn sá efnilegasti sem hefur komið fram í mörg ár,“ segir Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Fylkis og fyrrverandi landsliðskona, við Morgunblaðið þegar hún var beðin um að lýsa hinni 18 ára gömlu Theu Imani Sturludóttur, leikmanni Fylkis.

Thea Imani er leikmaður 13. umferðar Olís-deildar kvenna að mati Morgunblaðsins en unga örventa skyttan skoraði 11 mörk í sigri Fylkis gegn ÍR, 28:27, í leik liðanna í Fylkishöllinni um nýliðna helgi. Thea hefur þar með skorað 87 mörk fyrir Árbæjarliðið í deildinni á tímabilinu og er á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Thea er ekki bara góð handboltakona heldur hefur hún látið að sér kveða í frjálsum íþróttum. Hún varð Íslandsmeistari í spjót- og kringlukasti í flokki 18-19 ára í sumar. Hún fékk bronsverðlaun í kringlukasti á Meistaramóti fullorðinna í júlí, kastaði þá 10 metrum styttra en ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir, og varð bikarmeistari í fyrra.

„Einn af kostunum við Theu er að hún er jafnvíg í vörn og sókn. Hún er mjög öflug á báðum sviðum. Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gömul er hún búin að vera í lykilhlutverki hjá Fylki síðustu þrjú árin. Hún er hörkugóð skytta og fantagóður varnarmaður,“ segir Guðríður, sem á árum áður var besta handboltakona landsins um árabil.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert