Katar komið með farseðilinn til Ríó

Valero Rivera þjálfari Katar messar yfir sínum mönnum.
Valero Rivera þjálfari Katar messar yfir sínum mönnum. mbl.is/epa

Karlalandslið Katar í handknattleik, undir stjórn Spánverjans Valero Rivera, tryggði sér í gær farseðilinn á Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu á næsta ári.

Hafði liðið betur á móti Íran, 28:19, í úrslitaleik Asíuhluta forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fór í Doha í Katar, að því er fram kemur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu úrslitaleikinn, sem Katar hafði tögl og hagldir í allan tímann. Íran fer í forkeppni í Evrópu fyrir Ólympíuleikana ásamt Barein sem hafði betur á móti S-Kóreu, 34:21, en í undankeppninni keppa landslið frá Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert