„Verður erfiðara á sunnudaginn“

Einar Pétur Pétursson.
Einar Pétur Pétursson. mbl.is/Styrmir Kári

„Afturelding gaf okkur alveg leik og þetta var lengi vel hörkuleikur,“ sagði Einar Pétur Pétursson, hornamaðurinn knái í liði Hauka, við mbl.is eftir 26:22 sigur Hauka á Aftureldingu í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld.

„Þetta var allt í járnum í fyrri hálfleik en við vorum snjallari í sóknarleiknum í seinni hálfleik, nýttum færin okkar betur og þá kom þetta. Annars var sóknarleikurinn hjá okkur ekki nógu góður og það mátti alveg búast við því þar sem þetta var fyrsti leikurinn eftir langt hlé,“ sagði Einar Pétur.

„Þegar við náðu svo að komast fjórum mörkum yfir þá var ekkert stress í okkar liði og við lönduðum nokkuð þægilegum sigri. Við mætum þeim aftur á sunnudaginn og þá reikna ég með erfiðari leik. Afturelding kemur sterkari inn í þann leik en það við ætlum við okkur líka. Við viljum komast í Höllina og gera betur í bikarnum heldur en í fyrra,“ sagði Einar Pétur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert