Dómaramistök í lokin

Halldór Jóhann Sigfússon var að vonum ósáttur með dramatískt eins mark tap sinna manna gegn ÍBV 20-19 í 20. umferð Olís deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld.

„Ég er gríðarlega ósáttur með að tapa. Ég hefði þegið þetta eina stig sem var í boði þannig lagað. Það er klárt að það eru dómaramistök þarna í lokin sem er mjög biturt fyrir okkur,“ sagði Halldór við mbl.is eftir leik

Í stöðunni 12-16 fá FH-ingar sex mörk á sig og var það klárlega vendipunktur í leiknum.

„Við erum bara virkilega óklókir. Varnarleikurinn dettur niður og Andri Heimir fer að hitta. Smyr hann þarna þrisvar sinnum í skeytin af 10 metrum og svo erum við frammi að slútta illa, klúðrum víti og dauðafærum,"sagði Halldór svekktur við mbl.is eftir leik.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert