Haukar þurftu að hafa fyrir hlutunum

Haukar eru með 34 stig á toppnum.
Haukar eru með 34 stig á toppnum. Árni Sæberg

Topplið Hauka sigraði Víking 30:26 í Olís-deild karla í handknattleik í dag en leikið var í Víkinni.

Fyrir þennan leik voru Haukar á toppnum á meðan Víkingur var í botnsætinu en heimamenn komu þó heldur betur á óvart í dag.

Gunnar Magnússon og lærisveinar hans byrjuðu leikinn vel og náðu mest fimm marka forystu en glutruðu henni niður. Víkingar komust yfir 16:15 en misstu forystuna fljótlega eftir það.

Lokatölur 30:26 Haukum í vil sem er áfram í efsta sæti deildarinnar með 34 stig eftir 20 umferðir á meðan Víkingur er í neðsta sætinu með 6 stig.

Markaskorarar Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 8 mörk, Karolis Stropus 6, Atli Karl Bachmann 6, Ægir Hrafn Jónsson 2, Jónas Bragi Hafsteinsson 2, Daníel Örn Einarsson 1, Jón Hjálmarsson 1.

Markaskorarar Hauka: Adam Haukur Baumruk 9 mörk, Janus Daði Smárason 8, Hákon Daði Styrmisson 5, Tjörvi Þorgeirsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Elías Már Halldórsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Þröstur Þráinsson 1, Einar Pétur Pétursson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert