21 marks sigur Fram

Steinunn Björnsdóttir í baráttunni við Telmu Frímannsdóttur, Íslandsmeistara í karate …
Steinunn Björnsdóttir í baráttunni við Telmu Frímannsdóttur, Íslandsmeistara í karate og leikmann Aftureldingar í leiknum í dag. mbl.is/Golli

Fram slátraði Aftureldingu 32:11 í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag en leikið var í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ.

Gestirnir voru með fimmtán marka forystu í hálfleik en staðan var 20:5 Fram í vil. Það var nóg bensín eftir á tankinum, því liðið skoraði tólf mörk til viðbótar og kláraði leikinn með stæl.

Lokatölur 32:11 en Fram er í 5. sæti deildarinnar með 29 stig á meðan Afturelding er áfram í botnsætinu með 3 stig.

Mörk Aftureldingar: Hekla Ingunn Daðadóttir 4 mörk, Telma Rut Frímannsdóttir 3, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Magnea Svansdóttir 1, Alda Björk Egilsdóttir 1.

Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 6 mörk, Elva Þóra Arnardóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5 Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Íris Kristín Smith 3, Arna Þyrí Ólafsdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert