„Haukar eru langbesta lið landsins“

Theodór Sigurbjörnsson skorar eitt af 13 mörkum sínum í dag.
Theodór Sigurbjörnsson skorar eitt af 13 mörkum sínum í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Theodór Sigurbjörnsson skoraði 13 mörk fyrir ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í dag en það dugði ekki til því Haukar sigruðu 29:24. 

Staðan var 13:13 að loknum fyrri hálfleik en sóknarleikur ÍBV gekk heldur illa í síðari hálfleik. Íslandsmeistarar Hauka gengu þá á lagið.

„Sóknarleikurinn var ekki eins agaður og í fyrri hálfleik. Það er dýrt á móti svona liði sem er fljótt að refsa með hraðaupphlaupum. Við duttum aðeins niður í síðari hálfleik og þá dró af okkur. Haukar eru langbesta lið landsins og við þurfum að eiga algeran toppleik í 60 mínútur ef við ætlum að vinna Hauka,“ sagði Theodór en tók undir þær vangaveltur blaðamanns að miðað við fyrri hálfleik í dag væru ákveðnir möguleikar í stöðunni fyrir ÍBV. 

„Já já við höfum margoft sýnt að við eigum fullt erindi gegn Haukum þegar við spilum vel og höfum unnið þá áður. Við ætlum að svara fyrir þetta á sunnudaginn kemur,“ sagði Theodór við mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert