„Hörkueinvígi framundan“

Hákon Daði er fremst á myndinni.
Hákon Daði er fremst á myndinni. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hákon Daði Styrmisson skoraði 10 mörk fyrir Hauka gegn ÍBV, liðinu sem hann lék með fyrri hluta tímabilsins, í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í dag. 

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 13:13 en Haukar náðu tökum á leiknum í síðari hálfleik og náðu um tíma sex marka forskoti. „Við ströggluðum dálítið þegar við vorum aftarlega í vörninni. Þegar við fórum framar þá plöffuðu þeir ekki eins mikið yfir okkur. Þá kom einnig smá taktur í sóknarleikinn þegar við létum boltann fljóta. Við héldum því ágætlega í síðari hálfleik og því fór sem fór. Þetta var hörkuleikur og hörkueinvígi framundan,“ sagði Hákon þegar mbl.is tók hann tali á Ásvöllum í dag.

Hákon skoraði 10 mörk úr vinstra horninu hjá Haukum og á móti honum skoraði Theodór Sigurbjörnsson 13 mörk úr hægra horninu fyrir ÍBV. „Hann er góður félagi minn og er flottur strákur. Við skoruðum mikið í þessum leik og stóðum okkur báðir vel að mér fannst. Nú þarf maður að hugsa um næsta leik og ná sér niður á jörðina því annars getur maður drullað á sig þar og þá skiptir þessi leikur litlu máli,“ sagði Hákon Daði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert