Tvíframlengt og Haukasigur

Kári Kristján Kristjánsson fær rauða spjaldið í leiknum í kvöld.
Kári Kristján Kristjánsson fær rauða spjaldið í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haukar eru komnir í 2:0 í einvíginu gegn ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik eftir sigur, 34:33, í tvíframlengdum leik liðanna í Vestmannaeyjum í kvöld.

Haukar unnu fyrsta leikinn í Hafnarfirði á laugardaginn, 29:24, og geta nú gert út um einvígið á heimavelli sínum á fimmtudagskvöldið.

Haukar leiddu allan fyrri hálfleikinn en Eyjamenn voru aldrei langt undan. Þegar að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Kári Kristján Kristjánsson að líta rauða spjaldið eftir viðskipti sín við Hákon Daða Styrmisson en þeir höfðu báðir fengið brottvísun og voru á leiðinni útaf. 

Eyjamenn komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu fljótt að jafna metin. Í stöðunni 11:14 fóru Eyjamenn í gang og staðan 8 mínútum seinna orðinn 17:15. Lokamínútur venjulegs leiktíma voru æsispennandi og fór svo að Janus Daði Smárason jafnaði fyrir Hauka þegar um 30 sekúndur voru eftir og náðu Eyjamenn ekki að skora mark það sem eftir lifði leiks. 

Í framlengingunum var mikil spenna en svo fór að Giederius Morkunas varði lokaskot leiksins og tryggði sínu liði sigurinn. 

Markahæstur hjá ÍBV var Theodór Sigurbjörnsson með 8 mörk. Hákon Daði Styrmisson gerði 12 mörk fyrir Hauka.

Giederius Morkunas varði 18 skot í marki Hauka og Grétar Guðjónsson 3. Stephen Nielsen varði 24 skot í marki ÍBV.

ÍBV 33:34 Haukar opna loka
80. mín. Janus Daði Smárason (Haukar) skýtur yfir Vá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert