Mögnuð Íris Björk sendi Fram í sumarfrí

Frá viðureign Gróttu og Fram á Nesinu í kvöld.
Frá viðureign Gróttu og Fram á Nesinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Gróttu tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik með því að leggja Fram í þriðja sinn í undanúrslitum í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 21:16. Fram-liðið er þar  með komið í sumarleyfi eftir að hafa ekki  náð vinningi í undanúrslitaleikjunum. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Gróttu, svo vægt sé til orða tekið. Hún varði 31 skot og lokaði markinu á löngum köflum með stórbrotnum leik.

Grótta var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 10:6, og mætir annað hvort Haukum eða Stjörnunni í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn.

Gróttu-liðið hóf leikinn af miklum krafti, bæði í vörn sem sókn. Fram-liðinu gekk illa að finna glufur fram hjá vörninni og Írisi Björk Símonardóttur. Staðan var 5:2, eftir 12 mínútur en jafnaðist aðeins þegar á hálfleikinn leið og var 6:4 þegar 17 mínútur voru liðna. Þá hafði Hildur Þorgeirsdóttir skorað tvö mörk með þrumuskotum en hún hafði ekki sýnt hvers hún er megnum fram til þessa tíma í leikjunum tveimur sem að baki voru. Annars fóru markverðir beggja liða á kostum áfram í þesum leik eins og tveimur fyrri viðureignum liðanna í undanúrslitum. Íris Björk varði 14 skot í fyrri hálfleik og Guðrún Ósk Maríasdóttir 11.

Fram minnkaði muninn í 7:6 en Grótta skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins var með fjögurra marka forskot að honum loknum, 10:6. Leikmenn Fram gerðu alltof mikið af einföldum mistökum í fyrri hálfleik .  Vissulega varði Íris vel í markinu en sóknarleikur Fram var óviðundandi.

Hafi Íris Björk farið á kostum í fyrri hálfleik þá fór hún hreinlega hamförum í síðari hálfleik. Hún lokaði markinu á löngum köflum og varði stundum tvö dauðafæri í sókn. Leikmenn Fram, sem léku mun mistakaminni sóknarleik  framnan af síðari hálfleik en í þeim, vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í stórleik Írisar. Varnarleikur Gróttu var frábær og þá fékk liðið hraðaupphlaup. Grótta stjórnaði leiknum og var með sex marka forskot, 16:10, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður.

Fram-liðið reyndi að vinna sig áfram úr erfiðrir stöðu og náði að minnka muninn í 17:14. En nær komst liðið ekki og Grótta náðu umsvifalaust  fimm marka forskot eftir að  hélt áfram að verja.

Ekki er hægt að skilja við leikinn án þess að minnast einnig á varnarleik Gróttu í leiknum. Hann var frábær eins og hann var reyndar í öllum leikjunum þremur við Fram í undanúrslitum.

Grótta komst verðskuldað áfram í úrslitin annað árið í röð.

Grótta 21:16 Fram opna loka
60. mín. Arna Þyri Ólafsdóttir (Fram) skorar úr víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert