Stjarnan tryggði sér oddaleik

Ramu­ne Pek­ar­skyte, leikmaður Hauka, sækir að marki Stjörnunnar í kvöld.
Ramu­ne Pek­ar­skyte, leikmaður Hauka, sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan jafnaði í kvöld einvígi sitt við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta, 2:2, með sigri á heimavelli sínum í Mýrinni, 24:23. Liðin mætast í oddaleik á mánudagskvöld í Hafnarfirði.

Jafnræði var í leiknum fyrstu mínúturnar en þegar leið á fyrri hálfleik voru Stjörnukonur sterkari, með góða vörn og Heiðu Ingólfsdóttur öfluga í markinu í fjarveru Florentinu Stanciu sem fylgdist með af varamannabekknum, meidd. Haukavörnin öfluga var hins vegar hvergi sjáanleg og Stjarnan náði góðu forskoti fyrir lok fyrri hálfleiks, en Arna Dýrfjörð skoraði fallegt mark um leið og honum lauk og jók muninn í 15:9.

Haukar mætu mun grimmari til leiks í seinni hálfleik og höfðu á rúmum tíu mínútum minnkað muninn í eitt mark, 17:16. Allt annað var að sjá varnarleik gestanna og Elín Jóna Þorsteinsdóttir var góð í markinu.

Stjarnan náði þó að koma í veg fyrir að Haukar jöfnuðu metin, og hélt út allt til loka þó að sáralitlu mætti muna. Haukar fengu tækifæri til að jafna þegar þeir náðu boltanum og enn voru tæpar 20 sekúndur eftir, en Maria Pereira, sem hafði átt frábæran leik og skorað 10 mörk, fékk dæmdan á sig ruðning.

Stjarnan 24:23 Haukar opna loka
60. mín. 35 sekúndur eftir og leikurinn stopp vegna meiðsla Sólveigar Láru. Hún mun jafna sig fljótt. Gengur ekkert hjá Stjörnunni í þessari sókn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert