Stórbrotið mark Arnórs (myndskeið)

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. mbl.is/Golli

Arnór Þór Gunnarsson er ekki þekktasta stórskytta Íslendinga á handboltavellinum. Hann hefur lengi gert það gott sem hornamaður með íslenska landsliðinu í handknattleik og hin seinni ár hjá þýska liðinu Bergischer HC. Arnór Þór sýndi á sér nýja hliða þegar hann skoraði hreint ótrúlegt mark með langskoti í undanúrslitaleik Bergischer HC og Magdeburg í þýsku bikarkeppninni í dag.

Arnór Þór skoraði þrjú mörk í leiknum en best af þeim var þetta mark sem sjá má hér að neðan á myndskeiðinu. Með því kom hann Bergischer yfir í leiknum, 4:3. Bergischer tapaði leiknum, 36:33. Magdeburg mætir Flensburg í úrslitaleik bikarkeppninnar á morgun eftir eins marks sigur á Rhein-Neckar Löwen í hinni viðureign undanúrslitanna í dag.

En mark Arnórs Þórs var glæsilegt eins og sjá má hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert