Stjarnan í úrslit eftir æsispennandi oddaleik

Hanna G. Stefánsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir fagna sigrinum í …
Hanna G. Stefánsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir fagna sigrinum í leikslok. mbl.is/Golli

Stjarnan leikur til úrslita gegn Gróttu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir að hafa slegið út Hauka í fimm leikja einvígi, 3:2.

Stjarnan og Haukar mættust í oddaleik í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld, þar sem Haukar höfðu unnið tvo örugga sigra í einvíginu. Í kvöld fóru Stjörnukonur hins vegar með sigur af hólmi, 23:22, eftir æsispennandi leik.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir fiskaði víti og skoraði úr því þegar um hálf mínúta var til leiksloka en sá tími dugði Haukum ekki til að jafna metin. Ramune Pekarskyte fékk síðasta tækifærið en Heiða Ingólfsdóttir, sem fyllt hefur frábærlega vel í skarð Florentinu Stanciu í síðustu tveimur leikjum, varði skot hennar.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir skorar fyrir Stjörnuna á Ásvöllum í kvöld.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skorar fyrir Stjörnuna á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Golli
Haukar 22:23 Stjarnan opna loka
60. mín. Heiða Ingólfsdóttir (Stjarnan) varði skot Stjarnan fer í úrslit! Heiða ver frá Ramune.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert