Fannst ég þurfa að breyta til

Hákon Daði Styrmisson svífur inn úr horninu.
Hákon Daði Styrmisson svífur inn úr horninu. mbl.is/Ofeigur Lydsson

Það er óhætt að segja að nýkrýndir Íslandsmeistarar Hauka hafi dottið í lukkupottinn þegar þeir fengu vinstri hornamanninn Hákon Daða Styrmisson frá ÍBV um áramótin.

Hákoni, sem heldur upp á 19 ára afmælisdag sinn í næstu viku, óx ásmegin jafnt og þétt í Haukabúningnum og sprakk svo algjörlega út í úrslitakeppninni.

Svo fór að lokum að hann endaði sem markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar. Hornamaðurinn knái skoraði samtals 94 mörk í tólf leikjum Hauka í úrslitakeppninni eða 7,8 mörk að meðaltali í leik og óhætt er að segja að hann hafi átt stóran þátt í að Haukarnir innbyrtu 11. Íslandsmeistaratitilinn.

Sjá viðtal við Hákon Daða í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert