Þörf á betri sóknarleik

Geir Sveinsson ræðir við íslensku leikmennina í Laugardalshöll í gær.
Geir Sveinsson ræðir við íslensku leikmennina í Laugardalshöll í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Varnarleikurinn var góður hjá okkur og markvarslan einnig en því miður þá lánaðist okkur ekki að nýta það betur til þess að ná hörðum upphlaupum,“ sagði Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, eftir þriggja marka sigur á landsliði Portúgals, 26:23, í fyrri viðureign liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik á næsta ári. Leikurinn var um leið fyrsti heimaleikur Geirs sem landsliðsþjálfara.

Geir sagði að meiri aga hafi skort í uppstilltum sóknarleik íslenska liðsins í leiknum. Oft hafi verið skotið á markið of snemma eða ekki í nógu góðum færum. Eins hafi fjögur vítaköst farið í súginn sem væri ekki viðunandi . „Til dæmis fórum við illa að ráði okkar í stöðunni 15:10 snemma í síðari hálfleik. Í stað þess að auka forskotið í sex mörk þá færðum við portúgalska liðinu boltann á silfurfati þrisvar í röð með þeim afleiðingum að á skömmum tíma fór forskot okkar niður í tvö mörk,“ sagði Geir sem dæmi um agaleysið í íslenska sóknarleiknum í leiknum í gær.

Sjá viðtalið í heild og umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert