Valur klófestir Króata

Josip Juric Grgic, nýr leikmaður handknattleiksliðs Vals. Hann er Króati.
Josip Juric Grgic, nýr leikmaður handknattleiksliðs Vals. Hann er Króati. Ljósmynd/Valur

Króatíski handknattleiksmaðurinn Josip Juric Grgic hefur skrifað undir samning við karlalið Vals um að leika með því á næsta keppnistímabili.  Grgic, sem er 21 árs, hefur æft með Valsliðinu síðustu daga.

Grgic er hægri handar skytta og lék á síðustu leiktíð með félagsliði í Doha í Katar. Þar áður var hann á mála hjá RK Dubrava í heimalandi sínu í eitt ár eftir að hafa alist upp í herbúðum Croatía Zagreb og var m.a. í leikmannahópi liðsins í meistaradeildinni 2013-2014. 

Grgic var í silfurliði U20 ára liðs Króatíu á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi fyrir þremur árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert