Einar Rafn tryggði FH jafntefli

Elvar Ásgeirsson, Aftureldingu, sækir að Jóhanni Karli Reynissyni FH-ingi.
Elvar Ásgeirsson, Aftureldingu, sækir að Jóhanni Karli Reynissyni FH-ingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Topplið Aftureldingar og FH skildu jöfn, 23:23, í jöfnum og spennandi leik í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld þar sem Einar Rafn Eiðsson jafnaði metin fyrir FH-inga á lokasekúndum leiksins.

Staðan var jöfn, 12:12, í hálfleik en FH-ingar náðu fljótlega fjögurra marka forskoti en voru fljótir að tapa niður því forskoti og lokakaflinn var jafn og spennandi. Mosfellingar náðu tveggja marka forskoti þegar skammt var til leiksloka en með seiglu og baráttu tókst FH-ingum að jafna metin og Einar Rafn Eiðsson tryggði heimamönnum annað stigið þegar hann jafnaði metin undir lokin. Ekki mátti miklu muna að Árni Bragi Eyjólfsson tryggði Mosfellingum sigurinn en skot hans á lokasekúndunni fór í slánna.

Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður Aftureldingar var svo sannarlega maður leiksins en lokaði marki sínu á löngum köflum og varði á þriðja tug skota. Varnir beggja liða voru sterkar en sóknarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Eftir sigurinn er Afturelding með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Hauka. Liðið hefur 20 stig en FH er í þriðja sætinu með 16 stig.

FH 23:23 Afturelding opna loka
60. mín. Afturelding tekur leikhlé Afturelding tekur leikhlé. Það eru 45 sekúndur til leiksloka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert