„HM ætti ekki að vera í hættu“

Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson, leikmaður ungverska liðsins Veszprém, er kominn til Íslands þar sem hann verður í meðhöndlun vegna meiðsla í nára sem hafa verið að angra hann.

Aron gat ekki spilað Veszprém í leiknum gegn Bjerringbro-Silkeborg í Meistaradeildinni í Danmörku í fyrrakvöld og hann hefur misst af fleiri leikjum sinna manna vegna meiðslanna.

Eftir rúman einn mánuð hefst heimsmeistaramótið í Frakklandi en þar leikur Ísland í riðli með Spáni, Slóveníu, Túnis, Makedóníu og Angóla.

„HM ætti ekki að vera í hættu hjá mér en ég mun ekkert spila í þessum mánuði þar sem ég ætla að reyna að fá mig góðan af þessum meiðslum,“ sagði Aron í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert